Snæfinnur snjókarl

Snæfinnur snjókarl
var með snjáðan pípuhatt,
Gekk í gömlum skóm
og með grófum róm
gat hann talað, rétt og hratt.
"Snæfinnur snjókarl!
Bara sniðugt ævintýr,"
segja margir menn,
en við munum enn
hve hann mildur var og hýr.
En galdrar voru geymdir
í gömlu skónum hanns:
Er fékk hann þá á fætur sér
fór hann óðara í dans.
Já, Snæfinnur snjókarl,
hann var snar að lifna við,
og í leik sér brá
æði léttur þá,
-uns hann leit í sólskinið.
Snæfinnur snjókarl
snéri kolli himins til,
og hann sagði um leið:
"Nú er sólin heið
og ég soðna, hér um bil."
Undir sig tók hann
alveg feiknamikið stökk,
og á kolasóp
inn í krakkahóp
karlinn allt í einu hrökk.
Svo hljóp hann einn,
-var ekki seinn-
og alveg niðrá torg,
og með sæg af börnum söng hann lag
bæði í sveit og höfuðborg.
Já, Snæfinnur snjókarl
allt í snatri þetta vann,
því að yfir skein
árdagssólin hrein
og hún var að bræða hann.

Gattathefur Pottaskefill