Bjart er yfir Betlehem

(Ingólfur Jónsson/Enskt lag)

Bjart er yfir Betlehem
blikar jólastjarna.
Stjarnan mín og stjarnan þín,
stjarna allra barna.
Var hún áður vitringum
vegaljósið skæra.
Barn í jötu borið var,
barnið ljúfa kæra.
Víða höfðu vitringar
vegi kannað hljóðir
fundið sínum ferðum á
fjöldamargar þjóðir.
Barst þeim allt frá Betlehem
birtan undur skæra.
Barn í jötu borið var,
barnið ljúfa kæra.
Barni gjafir báru þeir.
Blítt þá englar sungu.
Lausnaranum lýstu þeir,
lofgjörð drottni sungu.
Bjart er yfir Betlehem
blikar jólastjarna,
Stjarnan mín og stjarnan þín
stjarna allra barna.
Nóttin sú var ágæt ein
Nóttin sú var ágæt ein,
í allri veröld ljósið skein,
það er nú heimsins þrautarmein,
að þekkja hann ei sem bæri.
Með vísnasöng ég vögguna þína hræri.

Stufur Pottaskefill