Gefðu mér gott í skóinn

(J.Marks/Ómar Ragnarsson)

Gefðu mér gott í skóinn
góði jólasveinn í nótt.
Úti þú arkar snjóinn,
inni sef ég vært og rótt.

Góði þú mátt ei gleyma,
glugganum er sef ég hjá.
Dásamlegt er að dreyma
dótið sem ég fæ þér frá.

Góði sveinki gættu að skó
gluggakistunni á,
og þú mátt ei arka hjá
án þess að setja neitt í þá.

Gefðu mér einhvað glingur
góði jólasveinn í nótt.
Meðan þú söngva syngur
sef ég bæði vært og rótt.

Ó, hve skelfing yrði ég kát
ef þú gæfir mér,
eina dúkku, ígulker,
eða bara hvað sem er.

Gefðu mér einhvað glingur
góði jólasveinn í nótt.
Meðan þú söngva syngur
sef ég bæði vært og rótt.

Gluggagaegir Gattathefur