Ketkrókur

Ketkrókur er tólfti jólasveinninn. Hann var vanur að stinga löngum krókstjaka niður um strompana og krækja sér í hangikjötslæri sem geymd voru upp undir rjáfri. Í gömlum sögnum er getið um svipaðan jólasvein, Reykjarsvelg, sem gapti yfir eldhússtrompnum en lét sér nægja að svelgja í sig reykinn af hangikjötinu.

Til baka

Hurdaskellir Kertasnikir